spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaMest lesnu fréttir ársins 2020 á Körfunni

Mest lesnu fréttir ársins 2020 á Körfunni

Körfuboltaárinu 2020 er senn á enda en um áramót er hefð að líta um öxl og sjá hvað stóð uppúr á árinu. Óhætt er að segja að árið 2020 verði seint minnst fyrir mikinn körfubolta eða mikla sigra á vellinum. Nokkrar stórar fréttir komu þó á árinu en það er þó ekki alltaf samansem merki milli þess að vera stórt frétt og vera aðsóknarmikil.

Hér að neðan skoðum við mest lesnu fréttir ársins 2020 á Karfan.is.

1. Kristófer Acox í Hlíðarnar? – Óánægja með framgöngu Valsmanna

Skv. heimildum körfunnar er góður möguleiki á því að Kristófer Acox söðli um og muni skarta rauðri Valstreyju þegar tímabilið hefst. Hann myndi þá fylgja Pavel Ermolinski, Jóni Arnóri Stefánssyni og Finni Frey Stefánssyni þjálfara sem hafa allir fært sig yfir til Vals.

Fréttin var birt þann 3. september og vakti gríðarlega athygli. Valur birti yfirlýsingu þar sem þeir báru af sér allar sakir og bað um að kappið myndi ekki bera fegurðina ofurliði. Kristófer gekk svo til liðs við Val nokkru seinna.

2. Kobe Bryant látinn

Þær sorgarfréttir bárust þann 24. janúar að körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant sem lék sinn feril með Los Angeles Lakers hefði látist í þyrluslysi. Fréttirnar slóu heimsbyggðina alla og syrgðu körfuboltaáhugamenn um heim allan þennan frábæra leikmann.

3. Síðasti Dansinn verður að Hlíðarenda

Karfan greindi fyrst allra miðla frá því að Jón Arnór Stefánsson hefði ákveðið að söðla um og leika með Val eftir nokkra ára veru hjá KR.

4. Formaður KR svarar áhyggjum norðanmanna – “Þetta snýst ekki um töffaraskap að keyra í kolvitlausu veðri”

Þann 13. janúar átti að fara fram frestaður leikur 11. umferðar Dominos deildar karla á milli KR og Þórs á Akureyri. Leiknum var hinsvegar frestað á nýjan leik vegna veðurs. Hér mátti finna svar formanns KR, Böðvars Guðjónssonar, við þeirri niðurstöðu norðanmanna að ekki hafi verið hægt að ferðast norður í dag í leikinn.

5. Komnir og farnir í Dominos deild karla

Karfan hefur haldið utan um lista yfir öll félagaskipti í efstu deildum karla og kvenna. Fréttirnar eru alltaf gríðarlega vinsælar og vel lesnar, þetta árið var mikil bið eftir körfubolta og var fréttin sérlega vel lesin.

6. Innsend grein: Um snjóflóðahættu og frestaða leiki

Stígur Berg Sophusson sendi inn aðsenda grein vegna ákvörðunar mótanefndar KKÍ að fresta ekki leik í 3. deild karla.

7. Karfan krýnir Íslandsmeistara 2020

Ljóst var í vor að engin yrði krýndur Íslandsmeistari í efstu deildum karla og kvenna árið 2020. Útaf Covid-19 heimsfaraldrinum var öllum mótum verið aflýst og þar af leiðandi verður engin úrslitakeppni leikin um þann stóra.

Þetta fannst Körfunni skiljanlegt, en ekki nógu gott og setti af stað skoðanakönnun til að komast af því hvaða lið hefðu verið líklegust til þess að vinna titlana með hjálp samskiptaforritsins Twitter.

8. 12 manna hópur landsliðsins klár – Hjalti nýr aðstoðarþjálfari

Íslenska landslið karla hóf leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 dagana 20.-23. febrúar. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Fyrsti leikurinn fór fram í Kósóvó í febrúar.

9. Er Darri að taka við KR?

Eftir að Ingi Þór Steinþórsson var látinn taka pokann sinn sem þjálfari KR fóru strax af stað sögusagnir um að Darri Freyr Atlason væri að taka við liðinu. Fregnirnar voru seint staðfestar en Karfan greindi fyrst allra miðla frá.

10. Fimm leikmenn semja við Stjörnuna

Stjarnan tefldi fram meistaraflokki kvenna á ný á þessu tímabili en liðið samdi við fimm leikmenn snemma í sumar. Þær Alexandra Eva Sverrisdóttir, sem kom frá KR, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir sem kom frá Grindavík og þær Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Bergdís Valdimarsdóttir og Kristína Katrín Þórsdóttir, sem allar eru uppaldir leikmenn Stjörnunnar.

11. Benedikt Guðmundsson vill sjá þessa 5 leikmenn í nýjum liðum

Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands setti fram fimm nöfn sem honum fannst að ættu að skipta um félag síðasta sumar til að fá stærra hlutverk.

12. Callum Lawson til Keflavíkur

Keflvíkingar sem sátu í öðru sæti Dominos deildar karla tilkynntu á fyrstu dögum ársins að liðið hafði samið við Callum Lawson um að leika með liðinu út tímabilið. Lawson var þar með fjórði erlendi leikmaður liðsins og vakti það athygli.

13. Ólöf Helga hætt með Hauka

Þann 28. febrúar lét Ólöf Helga af störfum sem þjálfari Hauka í Dominos deildinni. Fréttirnar komu eins og þruma úr heiðskýru lofti enda flestir á því að Ólöf væri að gera góða hluti með lið Hauka.

14. Kristinn Pálsson til Grindavíkur

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson tók þá ákvörðun að söðla um og yfirgefa uppeldisfélag sitt. Hann fór Reykjanesbrautina og í gulan búning Grindavíkur.

15. Róbert Sean Birmingham til Baskonia

Einn efnilegasti leikmaður Íslands Róbert Sean Birmingham samdi við stórlið Baskonia á Spáni síðasta sumar. Róbert er sonur Brenton Birmingham og vakti mikla athygli að þessi ungi leikmaður hefði gengið til liðs við þetta öfluga lið.

Fréttir 16 til 50:

16. Benedikt Guðmundsson yfirgefur KR

17. Keflavík á að hættu að missa alla söfnunarfjárhæðina

18. Hugi og Hilmir í Stjörnuna

19. Tvær breytingar á hóp landsliðsins fyrir kvöldið

20. Einn leikmaður Þórs í sóttkví vegna Covid-19 – Leik fyrstu umferðar ekki frestað

21. Eyjólfur aftur til KR

22. Benedikt Guðmundsson nefnir 10 leikmenn sem hafa hækkað eða lækkað í verði

23. Rúmlega helmingur leikmanna í Dominos deildinni ekki með gildandi samning – Kristófer ekki samningsbundinn KR

24. Gabríel Sindri spilar á Íslandi á næsta tímabili

25. Siggi Þorsteins samningslaus

26. Landsliðshópar yngri landsliða klárir fyrir verkefni sumarsins

27. Hverjir lifa af niðurskurðinn í körfuknattleikshreyfingunni?

28. Seth LeDay til Grindavíkur

29. Seth LeDay í eins leiks bann

30. Jón Arnór til Breiðabliks

31. Myndband: Styrmir Snær tróð yfir Deane Williams

32. Tómas Þórður til Spánar

33. Mínútur heimamanna: KR og Njarðvík leika mest á uppöldum leikmönnum

34. Boltinn Lýgur Ekki: Vesen í Vesturbæ, lame duck þjálfari í Grindavík og slúðrað án ábyrgðar

35. Tíu leikmenn skrifa undir hjá Ármanni

36. Simmons að yfirgefa Stólana?

37. Myndband: 10. flokkur Keflavíkur setti ævintýralega flautukörfu til að tryggja framlengingu

38. Arnór heim í KR

39. Björn Ásgeir Ásgeirsson til Tennessee

40. Heimurinn syrgir Kobe – „Öll lið ættu að hætta að nota treyju nr 24“

41. Martin Hermannsson til Valencia

42. Fyrsti sigur tímabilsins hjá Njarðvík í höfn – Máli Zabas gegn þeim lokið eftir 8 mánaða málarekstur

43. Leik Þórs Akureyri og KR frestað “Þegar þetta er skrifað er enn verið að fljúga Reykjavík-Akureyri og landleiðin opin, í báðar áttir”

44. Hver er ábyrgð stóru liðanna?

45. Niðurstaða fundar KKÍ: Dominos og fyrstu deildum frestað meðan að samkomubann varir – Öllu öðru aflýst

46. Matthías Orri Sigurðarson “Ekki sammála Kristófer en virði ákvörðun hans”

47. Guðrún Ósk um sögusagnir: Við myndum ekki leika þann leik

48. Helena fékk ekki að fara í partý til Jóns Arnórs “Út að borða með þjálfurunum, fengum ís og eitthvað”

49. Öllum leikjum frestað næstu fjórar vikur

50. Öllum leikjum frestað næstu fjórar vikur

Fréttir
- Auglýsing -