Öllum leikjum næstu fjórar vikur hefur verið frestað útaf heimsfaraldri Covid-19. Staðfesti Hannes Jónsson, formaður KKÍ heimildir Körfunnar frá því fyrr í kvöld í samtali við Körfuboltakvöldi rétt í þessu.

Áður hafði Körfuknattleikssambandið gefið það út að bæði leikjum í nokkrum neðri deildum og fjölliðamótum yngri flokka hafi verið frestað, en nú virðast Dominos deildirnar einnig vera komnar á ís næstu fjórar vikurnar.

Ákveðið verður hvað verður um tímabilið sjálft, hvort það verði slegið af eða aðeins frestað á fundi á morgun.

Frekari frétta er að vænta og verður þeim gerð góð skil hér á Körfunni þegar að þær berast.