Samkvæmt heimildum Körfunnar hefur bandaríski framherjinn Gerel Simmons yfirgefið herbúðir Tindastóls í Domino’s deild karla, og leitar sér nú að nýju liði.

Simmons gekk til liðs við Stólana fyrir tímabilið og hefur skilað 17,3 stigum að meðaltali í þeim 18 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Skagfirðinga. Áður hafði Simmons leikið í Argentínu, Búlgaríu, Svartfjallalandi og Líbíu.