Craig Pedersen og hans aðstoðarþjálfarar hafa ákveðið að gera tvær breytingar á liði sínu frá því í leiknum ytra gegn Kósovó á fimmtudaginn fyrir leikinn í kvöld gegn Slóvakíu.

Inn í liðið koma þeir Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni, og Pavel Ermolinskij, Val, fyrir þá Hjálmar Stefánsson og Breka Gylfason, báða frá Haukum, fyrir leikinn í kvöld gegn Slóvakíu.

Nafn · Félag · Landsleikir
Ægir Þór Steinarson · Stjarnan · 61
Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18
Pavel Ermolinskij · Valur · 73
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82
Kári Jónsson · Haukar · 10
Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13
Ólafur Ólafsson · Grindavík · 36
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · 45
Sigtryggur Arnar Björnsson·Grindavík ·8
Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37