Ólöf Helga Pálsdóttir hefur látið af störfum sem þjálfari Hauka í Domino’s deild kvenna, en félagið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni fyrr í dag.

Ólöf Helga tók við Haukaliðinu sumarið 2018 og stýrði liðinu í sjötta sæti deildarinnar á sínu fyrsta tímabili. Á yfirstandandi tímabili hefur Haukaliðið verið í baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar og sitja sem stendur í fimmta sæti Domino’s deildarinnar, en aðeins tvö stig skilja að þriðja og fimmta sæti deildarinnar.

Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari Ólafar mun taka við liðinu og stýra æfingum og leikjum liðsins þar til nýr þjálfari verður ráðinn.