Þjálfari KR í Dominos deild kvenna og íslenska landsliðsins, Benedikt Guðmundsson, setti inn tillögur að fimm leikmönnum sem ættu að skipta um lið í sumar á samskiptaforritið Twitter fyrr í dag.

Tekur hann þar til Halldór Garðar Hermannsson leikmann Þórs, Everage Richardson hjá Hamri, þá Róbert Sigurðsson og Srdan Stojanovic hjá Fjölni og Hansel Atencia hjá Þór Akureyri.

Hver þeirra fær sínar ástæður og rök, en þráðinn er hægt að lesa í heild hér fyrir neðan.