Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham mun ganga til liðs við Baskonia á Spáni fyrir næsta tímabil. Staðfestir faðir hans, Brenton Birmingham þetta í færslu á Facebook fyrr í dag.

Róbert, sem er 15 ára gamall, hefur leikið upp alla yngri flokka Njarðvíkur, en á síðasta tímabili fékk hann einnig að spreyta sig með félaginu í Dominos deildinni. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands.

Saski Baskonia leikur bæði í ACB og EuroLeague og er staðsett í Vitoria-Gasteiz á Spáni. Liðið er sem stendur ríkjandi Spánarmeistari, en frá aldamótum hafa þeir í fjögur skipti orðið meistarar.