Líkt og mörg önnu félög mun Keflavík eiga við vandræði í rekstri sem fylgja heimsfaraldri Covid-19. Til þess að bregðast við því tekjutapi sem fylgir því að liðið fái enga heimaleiki í úrslitakeppninni þetta árið brugðu þeir á það ráð að selja miða á sýndaleiki í úrslitakeppninni, boli með mynd af Keflavíkurhraðlestinni og kvöldverði með sérfræðingum og goðsögnum félagsins í gegnum Karolinafund.

Fór söfnunin vel af stað hjá félaginu, sem hefur frá 8. apríl síðastliðnum náð að selja fyrir rétt rúma 1.8 miljón islenskra króna. Hafði félagið sett sér það markmið að ná 2.1 miljón króna, því vantar ekki mikið upp á að það náist.

Náist það hinsvegar ekki, verður félagið af allri upphæðinni. Því líkt og hjá mörgum öðrum hópfjármögnunarsíðum, þarf heildartakmarkið að nást svo eitthvað sé greitt út, en í dag eru 34 dagar til stefnu.

Allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.

Hér er hlekkur á söfnunina á Karolinafund

Hér má sjá myndband sem félagið framleiddi með átakinu: