Grindavík hefur samið við Bandaríkjamanninn Seth LeDay um að leika með félaginu í Dominos deild karla.

LeDay er 24 ára, 201 cm hár framherji sem kemur frá East Carolina úr bandaríska háskólaboltanum.

Gert er ráð fyrir að leikmaðurinn verði orðinn löglegur leikmaður félagsins fyrir næsta leik þeirra gegn Fjölni.