Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur ákveðið að semja við Grindavík fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Þetta hefur Karfan samkvæmt öruggum og áreiðanlegum heimildum.

Kristinn Pálsson er uppalinn Njarðvíkingur sem leikið hefur þar allan sinn feril fyrir utan nokkur ár í Stella Azura á Ítalíu og í Marist háskólanum í USA.

Hann hefur verið viðloðandi landsliðið síðustu ár en hann er hávaxinn leikmaður með gott skot og getur leikið margar stöður á vellinum. Á síðutu leiktíð endaði hann með 9,8 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik í Dominos deild karla.

Kristinn skrifaði undir samning við Grindavík fyrr í dag. Staðfest er að annar Njarðvíkingur, Daníel Guðni Guðmundsson mun stýra liðinu áfram á næstu leiktið og stefnir á að halda sama kjarna og gera enn betur með liðið á komandi leiktíð.