Framherjinn Eyjólfur Ásberg Halldórsson hefur snúið aftur í uppeldisfélag sitt í KR og mun leika með þeim í Dominos deild karla nú á seinni hluta tímabils.

Eyjólfur var frá íþróttinni þennan fyrri hluta tímabils, en á því síðasta lék hann í Dominos deildinni með liði Skallagríms. Þar skilaði hann 12 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Líkt og tekið var fram þá er leikmaðurinn að snúa aftur í sitt uppeldisfélag, en þaðan fór hann eftir tímabilið 2015. Síðan þá hefur hann leikið með ÍR og síðan Skallagrím síðustu þrjú tímabil. Þá hefur hann einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands.

Eyjólfur er kominn með félagaskipti í KR, en þó er ekki víst að hann verði með liðinu strax í fyrsta leik eftir hlé gegn Grindavík komandi sunnudag,