Leikmaður Þórs í Þorlákshöfn í Dominos deild karla hefur verið settur í sóttkví vegna Covid-19 smits samkvæmt heimildum Körfunnar.

Ekki var ljóst hvaða áhrif þetta hefði á leik liðsins í fyrstu umferð Dominos deildar karla gegn Haukum komandi fimmtudag í Þorlákshöfn. Samkvæmt nýjust fregnum herma heimildir að leikurinn muni fara fram, þar sem að aðeins einn leikmaður hafi smitast og hann verið í sóttkví síðan síðsta laugardag.

Upphaflega var haldið að allt liðið yrði sett í sóttkví útaf smitinu og leik fimmtudagsins yrði frestað. Samkvæmt nýlegum tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, mun restin af liðinu ekki vera í sóttkví þrátt fyrir nálægð við leikmanninn síðast á föstudag og því allir nema einn tiltækir komandi fimmtudag.

Samkvæmt forráðamanni félagsins munu allir leikmenn liðsins fara í próf fyrir þennan fyrsta leik til þess að ganga úr skugga um að ekkert frekara smit sé til staðar, en umræddur leikmaður lék síðast með liðinu á fimmtudag í síðustu viku.