Gerðardómur FIBA dæmdi fyrir skömmu síðan í máli Evaldas Zabas og umboðsmanni hans gegn Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í launaádeilu milli félagsins og fyrrum leikmanns þeirra. Það tók u.þ.b. 8 mánuði til að leysa málið.

Dómskvaðningin gerir Njarðvík að greiða ógreidd umboðsgjöld með vöxtum til umboðsmanns Zabas en að Zabas sjálfur eigi ekki rétt á frekari launum frá félaginu.

Dóminn má nálgast hér. Fjölmiðlafulltrúi Njarðvíkur sagði stuttlega að þetta væri sigur frá þeirra bæjardyrum séð. Njarðvík hafi gengist við því að skulda umboðsgjöldin en aðalþrætuefnið hafi verið ógreidd laun Zabas.

Varaformaður Njarðvíkur, Brenton Birmingham, sagði að gerðardómsleiðin hafi verið farin þegar ljóst var að Njarðvík og Zabas næðu ekki sáttum. Að hans sögn þurfa félög að vanda sig við gerð samninga til að forðast svona mál. „Við verðum að passa okkur að hafa allar kommur og punkta á sínum stað til að koma í veg fyrir svona leiðinlega misskilninga í framtíðinni,“ sagði Brenton en Njarðvík mun vilja forðast svona löng málaferli héðan af.

(Mynd með frétt er tekin af Hilmari Braga hjá Víkurfréttum)