Framherji Stjörnunnar Tómas Þórður Hilmarsson hefur samið við Aquimisa Carbajosa fyrir komandi tímabil. Carbajosa leikur í LEB Plata, sem er þriðja sterkasta deildin á Spáni.

Tómas hefur verið á mikilli uppleið á síðustu árum með Stjörnunni, en þá hefur hann einnig leikið með íslenska A landsliðinu. Í bikar og deildarmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili skilaði Tómas 9 stigum, 8 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali á 23 mínútum í leik.