Ármann teflir fram liði í 1. deild kvenna á komandi leiktíð eftir nokkura ára fjarveru frá deildinni. Mikill hugur er í liðinu og var fyrir helgi skrifað undir samninga við tíu leikmenn sem spila með liðinu á komandi leiktíð.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir samninginn eru eftirfarandi:

Viktoría Líf Schmidt
Hildur Ýrr Schram
Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal
Jónína Þórdís Karlsdóttir
Kristin Alda Jörgensóttir
Sigrún Guðný Karlsdóttir
Opale Hlíf Yansane
Ísabella Rún Rabasca
Ísabella Lena Borgarsdóttir
Margrét Hlín Harðardóttir

Þjálfarar liðsins verða þau Jónína Þórdís Karlsdóttir og Karl H. Guðlaugsson. Liðið er nýtt og er byggt á uppöldum Ármenningum auk ungra leikmanna sem falla vel í hópinn.

Fyrsti leikur Ármanns verður þann 18. ágúst næstkomandi þegar liðið mætir Hamar/Þór í Laugardalshöllinni.