Þór Þ vann góðan sigur á Keflavík í Icelandic Glacial mótinu sem fram fer í Þorlákshöfn þessa vikuna. Þórsarar virðast vera í góðum gír fyrir Dominos deildina sem hefst í upphafi október.

Hinn efnilegi Styrmir Snær Þrastarson átti frábær tilþrif í leiknum þegar hann fékk hraðaupphlaup í leiknum. Deane Williams hljóp á eftir honum en Styrmir hafi betur og tróð fallega yfir Deane.

Vinir okkar á Þorlákshöfn náði tilþrifunum á myndband og má sjá það hér að neðan: