Lykill: Madison Anne Sutton

Lykilleikmaður 7. umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Þórs Madison Anne Sutton.

Í gífurlega sterkum sigur nýliða Þórs gegn bikarmeisturum Hauka í Höllinni á Akureyri var Madison besti leikmaður vallarins. Spilaði allt nema 23 sekúndur af leiknum og skilaði á þeim 23 stigum, 16 fráköstum, 7 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá var hún einnig nokkuð skilvirk í leiknum með 34 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn

  1. umferð – Madison Anne Sutton / Þór Akureyri
  2. umferð – Raquel Laneiro / Fjölnir
  3. umferð – Emile Hesseldal / Njarðvík
  4. umferð – Denia Davis Stewart / Stjarnan
  5. umferð – Emilie Hesseldal / Njarðvík
  6. umferð – Lore Devos / Þór Akureyri
  7. umferð – Madison Anne Sutton / Þór Akureyri