Lykill: Lore Devos

Lykilleikmaður 6. umferðar Subway deildar kvenna var leikmaður Þórs Lore Devos.

Í gífurlega öruggum sigur nýliða Þórs gegn Breiðablik í Smáranum var Lore besti leikmaður vallarins. Á tæpum 39 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hún 26 stigum, 14 fráköstum, 6 stoðsendingum, stolnum bolta og 3 vörðum skotum. Þá var hún nokkuð skilvirk í leiknum, með aðeins 2 tapaða bolta, tæplega 60% heildarskotnýtingu og 36 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn

  1. umferð – Madison Anne Sutton / Þór Akureyri
  2. umferð – Raquel Laneiro / Fjölnir
  3. umferð – Emile Hesseldal / Njarðvík
  4. umferð – Denia Davis Stewart / Stjarnan
  5. umferð – Emilie Hesseldal / Njarðvík
  6. umferð – Lore Devos / Þór Akureyri