Elvar Már öflugur gegn Benfica

Elvar Már Friðriksson og PAOK máttu þola tap í kvöld fyrir Benfica í Meistaradeildinni, 94-72.

Elvar Már var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður PAOK í leiknum með 16 stig, 4 fráköst, 6 stoðsendingar og stolinn bolta á tæpum 30 mínútum spiluðum.

PAOK eru eftir leikinn með einn sigur og eitt tap það sem af er riðlakeppni keppninnar.

Tölfræði leiks