Lykill: Osku Heinonen

Lykilleikmaður 4. umferðar Subway deildar karla var leikmaður Hauka Osku Heinonen.

Í nokku góðum sigurleik Hauka gegn Hamri í Ólafssal var Osku besti leikmaður vallarins. Á tæpri 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði hann 29 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu. Þá gerði hann nánast engin mistök í leiknum, með engan tapaðan bolta, 9 af 14 úr djúpinu og 27 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn

  1. umferð – Chaz Williams / Njarðvík
  2. umferð – Dominykas Milka / Njarðvík
  3. umferð – Ægir Þór Steinarsson / Stjarnan
  4. umferð – Osku Heinonen / Haukar