Fjölnir lagði ÍR í spennuleik í Dalhúsum

Í kvöld var boðið upp á körfuboltasýningu er ÍR sótti Fjölni heim. Það var mikið skorað sem segir manni að þjálfarar hafa kannski er verið jafnkátir með varnir eins og fjölmargir áhorfendur voru ánægðir mikið stigaskor sem kom í öllum regnbogans litum.

ÍR byrjaði miklu betur og voru fljótlega komnir í 4-5 körfu forystu. Það var eins og taugarnar voru eitthvað að stríða Fjölnismönnum í upphafi. Upp úr miðjum fyrsta leikhluta fóru heimamenn þó að finna fjölina og söxuðu jafnt og þétt á forskotið og enduðu á að komast yfir áður en blásið var til 1. leikhlés, 29-27

Í öðrum leikhluta voru Fjölnismenn mun sterkari og leiddu fram að hálfleik. Mikið var skorað á báða bóga og allir skemmtu sér vel!


Forysta Fjölnis var lengst af 5-8 stig en mikið jafnræði var á liðunum á þessum tímapunkti.
Þegar fjórði leikhluti fór af stað var staðan 92-87 Fjölni í vil.


Mikil hiti var kominn í leikmenn og villufjöldinn í samræmi við það. Það fór svo að heimamenn héldu vel út og lönduðu góðum 8 stiga sigri.

Lokatölur 106-98

Umfjöllun, myndir / Gunnar Jónatansson