Tryggvi Snær og Bilbæingar unnu fyrsta leik riðlakeppni FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Anwil Wloclawek í fyrsta leik riðlakeppni FIBA Europe Cup í kvöld, 79-83.

Tryggvi lék rúmar 12 mínútur í leiknum og skilaði á þeim tveimur stigum, tveimur fráköstum og vörðu skoti.

Næsti leikur Bilbao í keppninni er þann 25. október gegn Sibiu heima á Spáni.

Tölfræði leiks