Nýr erlendur leikmaður Stjörnunnar Kevin Kone er kjálkabrotinn og mun því missa af fyrstu 6-8 vikum komandi tímabils í Subway deild karla. Staðfestir þjálfari liðsins þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.
Kevin meiddist á dögunum í æfingaleik Stjörnunnar gegn Tindastóli í Varmá í Mosfellsbæ. Var hann þar að berjast um frákast við leikmann Tindastóls Adomas Drugilas sem setur olnboga aftur fyrir sig og í andlit Kevin með þeim afleiðingum að hann liggur eftir sárþjáður og brotinn á vellinum.
Atvikið sjálft er hægt að sjá hér fyrir neðan