Frá Aþenu til Stjörnunnar

Nýliðar Stjörnunnar í Subway deild kvenna hafa samið við Heru Björk Arnardóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Hera Björk er að upplagi úr Stjörnunni enn kemur aftur til þeirra eftir að hafa verið á mála hjá Aþenu í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð skilaði hún 5 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik með Aþenu.