Grindavík hefur samið við Matija Jokic um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.
Matija er 203 cm svartfellskur miðherji sem kemur til Grindavíkur frá Tralee í Írlandi, en ásamt því að hafa leikið þar og í heimalandinu hefur hann einnig leikið fyrir lið í Serbíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þá hefur hann einnig áður leikið á Íslandi, en tímabilið 2021-22 var hann á mála hjá Hetti í fyrstu deildinni.