Stjarnan kynnir nýjan leikmann

Stjarnan hefur samið við James Ellisor um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

James er fæddur 1990 og kemur frá Phoenix Arizona, en hann hefur lengst af spilað í Portúgal og frá árinu 2018 hefur hann unnið meistaratitilinn fjórum sinnum og bikarinn þrisvar sinnum. Auk þess að hafa spilað 7 tímabil í Portúgal hefur hann leikið bæði á Spáni og í Frakklandi.