spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaÚrslit kvöldsins: Stjarnan með endurkomusigur

Úrslit kvöldsins: Stjarnan með endurkomusigur

Fimm leikir fóru fram í Subway deild karla í kvöld. Í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ vann Stjarnan sigur gegn Keflavík, 87-81. Í sama bæjarfélagi unnu nágrannar Stjörnunnar, Álftanes, nágranna Keflvíkinga úr Njarðvík, 90-79. Haukar unnu Hamar í Ólafssal, 98-91 og á Egilsstöðum vann Þór eins stigs sigur gegn Hetti 83-84. Loks vann Grindavík sinn fyrsta sigur með 30 stiga sigri á Breiðabliki, 115-85.

Fréttir
- Auglýsing -