9:00
{mosimage}
Serbinn Milojica Zekovic sem leikið hefur undanfarin ár á Íslandi með Hetti, Tindastól og Skallagrím leikur ekki á Íslandi næsta vetur.
Zeko eins og hann hefur verið kallaður á Íslandi hefur samið við franska liðið Angers BC 49 sem leikur í N1 deildinni í Frakklandi, þriðja efsta deild í Frakklandi. Zeko gerði 19,7 stig fyrir Skallagrím í 17 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Enn fækkar því í leikmannahópi Skallagríms.
Mynd: Svanur Steinarsson