Vel var mætt í Kringluna í dag þegar lukkudýr EuroBasket 2025 mætti með bikarinn til sýninga í Kringluna fyrr í dag.
Viðburðurinn var hluti af því ferðalagi sem bikarinn fer fyrir hverja keppni, en þar sem Ísland er ein af samstarfsþjóðum mótshaldara, Póllandi, var landið einn af viðkomustöðum fyrir mótið sem rúllar af stað í lok ágúst.
Líkt og sjá má á miðlum KKÍ fór lukkudýrið með bikarinn víðsvegar um landið og endaði svo á þessum viðburði í Kringlunni í dag. Þar var áhangendum boðið að koma, hitta lukkudýrið og fá mynd af sér með bikarnum. Þá var á svæðinu hluti af íslenska landsliðinu, sem áritaði myndir fyrir stuðningsmenn.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá viðburðinum, ásamt færslum á samfélagsmiðlum KKÍ, en meira er að finna á sögu sambandsins á samfélagsmiðlinum Instagram.








