15:48
{mosimage}
(Einar Árni, Ingi Þór, Tómas og Margrét)
Í gær fór fram þjálfaranámskeiðið sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur stóð fyrir. Óhætt er að segja að það hafi tekist mjög vel og ekki annað að skilja á þátttakendum að þetta hafi verið frábært framtak og vel heppnað. Um 60 manns voru skráðir á námskeiðið. Fókusinn var settur á hluti sem snúa að þjálfun yngriflokka og voru bæði sýndar æfingar í sal með leikmönnum og farið yfir ýmis atriði í fyrirlestrum.
Það voru þau Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Margrét Sturlaugsdóttir og Tómas Holton sem héldu fyrirlestrana á námskeiðinu. Eyjólfur Guðlaugsson og félagar í Grindavík eiga heiður skilið fyrir framtakið og að bjóða öllum að mæta og vera með.