spot_img
HomeFréttirÚtlendingaæði í Grindavík (Umfjöllun)

Útlendingaæði í Grindavík (Umfjöllun)

 
 
Grindavíkurstelpur tóku í gærkvöld á móti Njarðvíkurstelpum í Röstinni í Grindavík, dómarar leiksins voru þeir Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen. Ljóst var að bæði lið myndu selja sig dýrt, Grindavíkurstúlkur í mikilli fallbaráttu við Fjölni en Njarðvíkurstúlkur í harðri baráttu við Snæfellsstúlkur um fimmta sætið.
Fyrsti leikhluti var þó rólegur, bæði lið hittu ílla, og spiluðu harða vörn, staðan eftir fyrsta leikhluta var 16-14. Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta, Grindavíkurstúlkur tóku þó 8-0 áhlaup og komust 10 stigum yfir, Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Njarðvíkur tók þá leikhlé, leikur liðsins breyttist eftir það en Njarðvíkurstúlkur voru óheppnar með skotin sín, Fields skoraði þó tvo þrista rétt fyrir leikhlé sem gerði það að verkum að Grindavíkurstúlkur voru aðeins með tveggja stiga forystu í hálfleik, 30-28. Erlendir leikmenn liðanna fóru mikin í fyrri hálfleik, íslenskur leikmaður skoraði sína fyrstu körfu eftir 19 mínútur í Grindavíkurliðinu og íslenskar stelpur í Njarðvíkurliðinu voru aðeins búnar að skora 4 stig í hálfleik.
 
Í þriðja leikhluta hafði Grindavík ávallt yfir höndina en Njarðvíkurstúlkur komu þó ekki langt á eftir, 4-7 stigum, Banks fór mikin á þessum tíma hjá Grindavík en hinum megin var það Dita sem sá um stigaskorið, staðan fyrir síðasta leikhlutann var 48-43.
 
Áfram hélt baráttan í síðasta leikhlutan, liðin skiptust á að skora, en þegar 3.30 mín. voru eftir setti Berglind Anna þrist niður og kom Grindavíkurstúlkum yfir 61-60. þá kom ótrúlegur leikkafli hjá Njarðvík, unnu hann hvorki meira né minna en 14-5, þar sem Njarðvíkurstúlkur nýttu sér mörg klaufamistök Grindavíkur.
 
Þegar öllu var á botninn hvolft höfðu erlendir leikmenn liðanna tveggja skorað 75,7% stig liðanna í leiknum.
 
Heildarskor:
 
Grindavík: Janese Banks 36/9 fráköst, Agnija Reke 10/5 fráköst/7 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Helga Hallgrímsdóttir 6/12 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 4, Alexandra Marý Hauksdóttir 2, Rakel Eva Eiríksdóttir 0, Eyrún Ösp Ottósdóttir 0, Harpa Hallgrímsdóttir 0/7 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0.
 
Njarðvík : Shayla Fields 33/7 fráköst, Dita Liepkalne 21/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 7/6 fráköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 7, Julia Demirer 6/6 fráköst, Auður R. Jónsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.
 
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Georg Andersen
 
Ljósmynd/ Úr safni: Dita Liepkalne gerði 21 stig og tók 9 fráköst í Njarðvíkurliðinu.
 
Umfjöllun: BH
Fréttir
- Auglýsing -