spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Fjórir heimasigrar: KFÍ vann Hauka!

Úrslit kvöldsins: Fjórir heimasigrar: KFÍ vann Hauka!

 
Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Viðureign Hauka og KFÍ hófst kl. 20.00 að Ásvöllum og er því ekki enn lokið.
Úrslit kvöldsins:
 
ÍR 90-78 Skallagrímur
Nemanja Sovic með 27 stig hjá ÍR og Domique Holmes með 19 hjá Skallagrím.
 
Grindavík 82-78 Fjölnir
Páll Axel Vilbergsson gerði 20 stig og tók 6 fráköst hjá Grindavík. Nathan Walkup gerði 28 stig og tók 14 fráköst hjá Fjölni.
 
Njarðvík 90-54 Hamar
Travis Holmes gerði 24 stig og tók 10 fráköst hjá Njarðvíkingum. Hjá Hamri var Brandon Cotton með 23 stig.
 
Keflavík 72-54 Valur
Charles Parker gerði 21 stig og tók 8 fráköst í liði Keflavíkur. Birgir Björn Pétursson gerði 12 stig og tók 12 fráköst í liði Vals.
 
Haukar 76-79 KFÍ
Christopher Miller-Williams gerði 24 stig og tók 12 fráköst í sigurliði KFÍ sem eins og kunnugt er leikur í 1. deild en Haukar í úrvalsdeild! Hjá Haukum var Jovanni Shuler með 17 stig og 6 stolna bolta.
 
Mynd/ [email protected] Frá leik ÍR og Skallagríms í Seljaskóla í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -