Fimm leikir í lokaumferð fyrri hluta þessarar leiktíðar í Dominosdeild karla fór fram í kvöld. Topplið KR sigraði botnlið Fjölnis mjög sannfærandi í DHL höllinni í kvöld 103-62. Fjölnir hafði staðið í vesturbæjarliðinu framan af í fyrsta hluta en svo fannst heimamönnum nóg komið, settu allt í botn og skyldu gestina eftir í rykinu. Njarðvík spilaði sinn besta leik í vetur að mati Friðriks Rúnars þjálfara liðsins en þeir gjörsigruðu Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni 96-67. Salisberry með 44 stig í kveðjuleik sínum fyrir grænklædda. ÍR-ingar töpuðu enn einum naglbítinum í Hellinum. Nú gegn Stjörnunni 78-79, eftir að Matthías Orri fékk tilraun til að klára leikinn á lokasekúndu leiksins en skotið hans geigaði. Grindavík vann mjög mikilvægan sigur á Snæfelli í Röstinni, 98-87. Tindastóll straujaði svo Skallagrím fyrir norðan 104-68.
Einn leikur fór einnig fram í 1. deild karla en FSu sigraði Hamar 95-87.
Njarðvík-Þór Þ. 96-68 (23-15, 22-15, 25-19, 26-19)
Njarðvík: Dustin Salisbery 44/13 fráköst, Logi Gunnarsson 21/4 fráköst, Ágúst Orrason 12, Ragnar Helgi Friðriksson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/9 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 4, Mirko Stefán Virijevic 3/9 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Oddur Birnir Pétursson 0, Maciej Stanislav Baginski 0/5 fráköst, Magnús Már Traustason 0, Snorri Hrafnkelsson 0.
Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 18/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 9, Vincent Sanford 8/6 fráköst, Oddur Ólafsson 6, Tómas Heiðar Tómasson 6, Nemanja Sovic 4/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
ÍR-Stjarnan 78-79 (15-20, 24-19, 10-22, 29-18)
ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 17/5 fráköst/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 16/9 fráköst, Trey Hampton 11/9 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 3, Hamid Dicko 2, Sæþór Elmar Kristjánsson 2/4 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 0, Dovydas Strasunskas 0, Leifur Steinn Arnason 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0.
Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 17, Jarrid Frye 16/12 fráköst, Justin Shouse 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 12/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 9/6 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 5, Ágúst Angantýsson 4/8 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Helgi Rúnar Björnsson 0.
Tindastóll-Skallagrímur 104-68 (29-21, 15-17, 30-12, 30-18)
Tindastóll: Myron Dempsey 27/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 20, Svavar Atli Birgisson 16/12 fráköst/6 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 14/11 stoðsendingar/4 varin skot, Hannes Ingi Másson 9, Helgi Rafn Viggósson 6/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 4/6 stoðsendingar, Þráinn Gíslason 3, Sigurður Páll Stefánsson 3, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Viðar Ágústsson 0/4 fráköst, Finnbogi Bjarnason 0.
Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 29/15 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 19/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 9/7 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Davíð Ásgeirsson 6, Daði Berg Grétarsson 3/5 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2, Magnús Kristjánsson 0, Kristján Örn Ómarsson 0, Egill Egilsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Einar Ólafsson 0.
Grindavík-Snæfell 98-87 (24-21, 29-22, 25-24, 20-20)
Grindavík: Rodney Alexander 27/16 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13, Ómar Örn Sævarsson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Daníel Guðni Guðmundsson 9, Magnús Þór Gunnarsson 9, Þorsteinn Finnbogason 6/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 3/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 2, Kristófer Breki Gylfason 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.
Snæfell: Austin Magnus Bracey 29, Christopher Woods 21/14 fráköst/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Jón Páll Gunnarsson 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Sindri Davíðsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Almar Njáll Hinriksson 0.
KR-Fjölnir 103-62 (21-18, 32-15, 24-15, 26-14)
KR: Michael Craion 34/17 fráköst/5 stolnir, Darri Hilmarsson 15, Helgi Már Magnússon 15/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 10/14 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 5, Ragnar Jósef Ragnarsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Högni Fjalarsson 2, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.
Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Daron Lee Sims 11/12 fráköst, Sindri Már Kárason 10/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 7, Ólafur Torfason 5/6 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Garðar Sveinbjörnsson 4, Árni Elmar Hrafnsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Smári Hrafnsson 0, Valur Sigurðsson 0.
FSu-Hamar 95-87 (26-17, 24-27, 16-24, 29-19)
FSu: Ari Gylfason 25/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 20/9 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 18/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 12/14 fráköst, Maciej Klimaszewski 8/6 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4, Birkir Víðisson 3, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Þórarinn Friðriksson 2, Arnþór Tryggvason 0.
Hamar: Örn Sigurðarson 27/9 fráköst, Julian Nelson 19/10 stoðsendingar, Snorri Þorvaldsson 15/6 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 13/10 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 5, Kristinn Ólafsson 4/5 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 4, Páll Ingason 0, Stefán Halldórsson 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Bjartmar Halldórsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0.
Staðan í Domino´s deildinni