spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚr Borgarnesi til Hornafjarðar

Úr Borgarnesi til Hornafjarðar

Sindri hefur samið við Milorad Sedlarevic um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Milorad er 32 ára, 197 cm framherji frá Slóvakíu, en síðast lék hann fyrir Skallagrím þar sem hann skilaði 16 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik. Ásamt því að hafa leikið í heimalandinu Slóvakíu og á Íslandi hefur hann einnig verið á mála hjá liðum í Kanada, Þýskalandi, Ítalíu, Bosníu og Slóveníu.

Fréttir
- Auglýsing -