spot_img
HomeFréttirUnnur Tara fylgdist með landsliðinu í Ungverjalandi

Unnur Tara fylgdist með landsliðinu í Ungverjalandi

Unnur Tara Jónsdóttir var á meðal áhorfenda í Ungverjalandi um helgina þegar Ísland og Ungverjaland áttust við í forkeppni EuroBasket kvenna 2017. Unnur Tara er í læknisfræði í Ungverjalandi og mun vera þar á sínu lokaári.

Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR tímabilið 2009-2010 en þegar Karfan.is spjallaði stuttlega við Unni í stúkunni kom það á daginn að hún hefur nú gripið aðeins í bolta meðfram náminu. Aðspurð hvernig henni litist á kvennalandsliðið svaraði hún: „Mig langar bara inná“

Mynd/ [email protected] – Unnur Tara ásamt nokkrum samnemum sínum úr læknisfræðinni studdu íslenska liðið í stúkunni í Miskolc. 

Fréttir
- Auglýsing -