12:33
{mosimage}
U-16 vann sinn fyrsta leik á NM þegar þeir lögðu Noreg að velli örugglega. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem aðeins munaði einu stigi á liðunum var allt annað á ferðinni í seinni hálfleik. Þar var aðeins eitt lið á vellinum ef svo má segja en Ísland vann seinni hálfleikinn með 43 stigum. Lokatölur 89-55 fyrir Íslandi.
Byrjunarlið Íslands: Þorsteinn Ragnarsson, Oddur Birnir Pétursson, Andri Þór Skúlason, Kristófer Acox og Valur Orri Valsson.
Íslensku strákarnir voru nokkuð lengi að koma sér í gang í dag en það tók 20 leikmínútur. Bæði lið voru að reyna ná frumkvæðinu til að byrja með. Íslensku strákarnir voru feti framar í fyrri hálfleiknum en ekki mikið meira en það. Pressuvörn þeirra skilaði nokkrum auðveldum körfum og Ísland leiddi 17-15 eftir fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti var svipaður þeim fyrsta liðin voru að skiptast á körfum en Íslandi náði sex stiga forystu 25-19 um tíma. Þá kom slakur kafli hjá Íslandi þar sem hver mistökin og tapaði boltinn kom á fætur öðrum. Noregur náði að minnka muninn og svo var að aðeins eitt stig skildi að liðin í hálfleik 27-26.
{mosimage}
Þeir sem voru að vonast til að seinni hálfleikur yrði spennandi og jafn urðu fyrir miklum vonbrigðum. Íslenska liðið gjörsamlega tók öll völd á vellinum og gerði út um norska liðið sem hafði sýnt ágæta takta fram að því. Grimm pressuvörn ásamt skynsamlegum sóknarleik hjá Íslandi keyrði upp muninn og að lokum varð hann orðinn svo mikill að þeir norsku sáu að þeir áttu ekki möguleika. Ísland skoraði 31 stig í þriðja leikhluta og bætti svo við 29 stigum í þeim fjórða.
Varnarleikur Íslands var til fyrirmyndar en þeir fengu aðeins á sig 55 stig og náðu að halda haus í varnarleiknum þó munurinn hafi verið orðin eins mikill og raun var í seinni hálfleik.
Stigahæstur hjá Íslandi var Valur Orri Valsson en hann skoraði 24 stig en 22 þeirra komu í seinni hálfleik.
Stig:
Valur Orri Valsson 24 stig
Oddur Birnir Pétursson 16 stig
Matthías Sigurðarson 16 stig
Maciej Baginski 10 stig
Kristófer Acox 6 stig
Andri Þór Skúlason 4 stig
Þorsteinn Ragnarsson 4 stig
Ágúst Orrason 3 stig
Andri Daníelsson 2 stig
Emil Einarsson 2 stig
Snorri Hrafnkelsson 2 stig
Sigtryggur Björnsson kom inná en náði ekki að skora.
Næsti leikur strákanna er í kvöld gegn Finnlandi kl. 20.30(18.30 að íslenskum tíma).
Myndir: [email protected]
{mosimage}