Tryggvi laut í lægra haldi gegn sínum gömlu félögum

Tryggvi Snær Hlinason laut í lægra haldi gegn sínum gömlu félögum í Zaragoza með nýju félagi sínu Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 77-63.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 4 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 3 vörðum skotum.

Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur Bilbao aðeins fatast flugið í síðustu umferðum ACB deildarinnar og eru nú í 10. sætinu með 4 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks