Torsóttur sigur Íslandsmeistara Tindastóls í Forsetahöllinni

Það var gríðarleg eftirvænging fyrir fyrsta leik Álftanes í efstu deild karla, stærsti íþróttaviðburður Álftanes frá upphafi. Foresetahöllinn var þétt setinn með bæði Guðna Th og Katrínu Jakobsdóttir sem heiðursgestir. Álftanes hefði getað selt töluvert fleiri miða ef húsið hefði borið það. Leikurinn er síðasti leikur fyrstu umferðar og er andstæðingurinn ekki af verri endanum, sjálfir Íslandsmeistararnir frá Sauðárkróki, Tindastóll.  Álftanes, eins og allir vita, hafa styrkt sig gríðarlega fyrir komandi átök og Stólarnir hafa einnig fengið feita bita af markaðnum. Sjálfur leikurinn var stórskemmtilegur og endaði með sigri Tindastóls  65:70.

Eftir að nýja stuðningsmannalag Álftanes var frumflutt var flautað tilleiks. Ekki byrjaði þetta nú vel fyrir heimamenn, greinilega mikil spenna í gangi. Tindastóll gekk á lagið og skoraði fyrstu 9 stig leiksins þegar Douglas Edward Wilson skorði fyrstu stig Álftanes í efstu deild. Þegar leikhlutinn var tæplega hálfnaður var Kjartani þjálfara nóg boðið og tók leikhlé í stöðinni 2-13. Leikhlutinn endaði betur fyrir Álftnesinga, minnkuðu muninn í 20-26. Smá áhyggjuefni að það höfðu bara tveir leikmenn skorað fyrir þá þegar um 8 mínútur voru liðnar.

Fyrsta villa Álftnesinga kom ekki fyrr en ein mínúta var liðinn á öðrum leikhluta. Þessi leikhluti var í járnum, Álftnesingar náðu að minnka muninn niður í 2 stig, en nær komust þeir ekki og staðan í hálfleik 38-46. Haukur Helgi náði að næla sér í 3 villur á frekar skömmum tíma. En töluvert betra frá Álftnesingum þótt þeir hafi á endanum tapað þessum leikhluta 18-20.

Haukur byrjaði síðan síðari hálfleikinn að fá fjórðu villuna sína. Hvort það kveikti einhvern neista en næstu mínútur einkenndust af hlaupum fram og til baka og nánast engar körfur. Eftir að Douglas náði að stela boltanum og bruna upp og troða boltanum fann maður að stemmingin var með Álftnesingum. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum kom Dúi Álftnesingum yfir og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Stólarnir náðu þó aftur forystunni, staðan 54-57.

Fjórði leikhluti var svipaður og síðustu tveir leikhlutar, nokkuð jafn og töluverð stöðubarátta á báðum endum vallarins. Þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka var allt jafnt 63-63 og útlit fyrir hörkuspennandi lokamín+utur. Báðir þjálfarar mjög líflegir á hliðarlínunni. Þegar 38 sekúndur eru eftir eru Stólarnir með eins stigs forystu þegar Haukur Helgi klikkar á skoti og Drungilas treður boltanum í kjölfarið og eykur forystuna í 3 stig.  Eftir leikhlé með 11 sekúndur eftir kemur frekar skrýtin sókn þar sem Haukur reynir skot með tvo menn í sér og skotið geigar. Stólarnir kára svo leikinn á vítalínunni. Torsóttur sigur Stólana 65-70. Álftnesingar geta þó gengið stoltir af velli, gáfu Íslandsmeisturunum svo sannarlega leik.

Hjá Álftanes var Douglas stigahæstur með 20 stig og ódrepandi að djöflast á báðum enda vallarins. Dúi átti einni skínandi leik með 16 stig

Hjá Stólunum var Tóti mjög öflugur í fyrri hálfleik, en það dróg af honum í seinni hálfleik. Hann endaði þó stighæstur með 18 stig, Sigtryggur Arnar var með 16 stig.

Það er stutt í næstu leiki, Álftnesingar taka á móti Grindvíkingum í Forestahöllinni, 12. október. Tindastóll fá til sín Keflvíkinga 14. október.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)