Grindavík lagði Íslandsmeistara Vals suður með sjó

Grindavík lagði Íslandsmeistara Vals í kvöld í þriðju umferð Subway deildar kvenna, 91-83.

Atkvæðamest í liði Grindavíkur í leiknum var Danielle Rodriguez með 19 stig, 9 fráköst og 11 stoðsendingar. Henni næst var Charisse Fairley með 22 stig og 5 fráköst.

Fyrir Val var það Lindsey Denise Pulliam sem dró vagninn með 30 stigum, 13 fráköstum og Ásta Júlía Grímsdóttir bætti við 18 stigum og 11 fráköstum.

Valur hefur því aðeins unnið einn og tapað tveimur það sem af er keppni á meðan að Grindavík hefur unnið alla þrjá.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)