spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞrír ungir skrifa undir hjá Ármanni

Þrír ungir skrifa undir hjá Ármanni

Ármenningar safna þessa dagana liði fyrir komandi átök í 1. deild karla. Á dögunum tilkynntu þeir að þrír uppaldir leikmenn hefðu skrifað undir samning um að leik með liðinu.

Tilkynningu Ármanns má lesa hér að neðan:

Með miklu stolti segjum við frá því að á dögunum skrifuðu þrír ungir leikmenn undir samning um að leika með meistaraflokki félagsins á komandi leiktíð. Þetta eru þeir Kári Kaldal, Magnús Sigurðsson og Halldór Óli Arnarsson. 

Allir eru þeir uppaldir hjá Ármanni og hafa leikið með yngri flokkum félagsins síðustu ár. Þeir voru í stóru hlutverki liðsins sem varð íslandsmeistari í 2. deild 11. flokks á síðstu leiktíð. 

Þeir hafa verið í kringum yngri landslið Íslands U15 og U16 og var Magnús til að mynda valinn í lokahóp U16 landsliðsins og lék á evrópumótinu í síðasta mánuði.

Við erum gríðarlega ánægð að þeir taki hlutverk í meistaraflokknum á komandi leiktíð og að geta tekið það skref að bjóða þeir samning. Markmiðið er að byggja lið í kringum uppalda menn og fá þeir nasaþefinn af meistaraflokknum í vetur. 

Það verður spennandi að sjá þessa drengi blómstra undir stjórn Steinars á komandi leiktíð. 

Fréttir
- Auglýsing -