spot_img
HomeFréttirÞrír leikir í Lengjubikarnum

Þrír leikir í Lengjubikarnum

Þrír leikir fara fram í Lengjubikarkeppni karla í dag. Tveir leikir hefjast kl. 16:00 og einn kl. 17:00.
 
Stjarnan og Skallagrímur eigast við í Ásgarði kl. 16 og þá mætast ÍR og KR í Hertz Hellinum á sama tíma. Haukar og Valur eigast svo við kl. 17 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði.
 
Fimm leikir fóru fram í Lengjubikarkeppninni í gær. Hér að neðan fara úrslit þeirra leikja:
 
Lengjubikarkeppni kvenna:
Njarðvík 65-74 Breiðablik
Hamar 72-73 Valur
KR 59-66 Fjölnir
 
Lengjubikarkeppni karla:
Fjölnir 98-92 Girndavík
KFÍ 76-109 Tindastóll
  
Fréttir
- Auglýsing -