Þór Akureyri nældi sér í öruggan 85-107 útisigur á Ármanni í 1. deild karla í kvöld. Liðin áttust við í Íþróttahúsi Kennaraháskólans þar sem Þór setti 38 stig í fyrsta leikhluta svo bitið úr Ármenningum var tekið snemma leiks.
Ragnar Helgi Friðriksson var Ármenningum erfiður með 29 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar…svona rétt daðraði við þrennuna en næstur honum var Þröstur Leó Jóhannsson með 20 stig og 9 fráköst. Í liði Ármenninga var Guðni Sumarliðason með 23 stig og 5 fráköst.
Eftir leik liðanna í kvöld er Þór í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en alls eru fjögur lið með átta stig í deildinni en auk Þórs eru Fjölnir, Skallagrímur og Hamar með 8 stig. Ármann rétt eins og Reynir Sandgerði vermir botninn með sex tapleiki í röð.