spot_img
HomeFréttirÞór, Skallagrímur, Breiðablik og Valur færu í úrslitakeppnina ef deildinni lyki í...

Þór, Skallagrímur, Breiðablik og Valur færu í úrslitakeppnina ef deildinni lyki í dag

 
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í gærkvöldi. Eins og þegar hefur komið fram er Þór Þorlákshöfn deildarmeistari en ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í 1. deild í dag myndu Þór Akureyri, Skallagrímur, Breiðablik og Valur skipa hana.
Úrslit gærkvöldsins:
 
Valur 106-87 Höttur
Breiðablik 99-58 Leiknir
Skallagrímur 84-69 FSu
 
Leiknar eru 18 umferðir í deildarkeppni 1. deildar og eru flest lið búin með 15 leiki. FSu er eina liðið í deildinni sem á möguleika á því að komast í úrslitakeppnina ásamt þeim fjórum sem eru fyrir ofan Selfyssinga svo ljóst er að hart verður barist núna á lokasprettinum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -