Philadelphia 76ers leita nú logandi ljósi af nýjum þjálfara eftir að Tony DiLeo sagði starfi sínu lausu í síðustu viku. Tveir menn eru í sigtinu hjá þessu fornfræga félagi. Þeir Dwane Casey, aðstoðarþjálfari Dallas Mavs og Tom Thibodeau aðstoðarþjálfari Boston Celtics munu á næstu dögum fara í atvinnuviðtal hjá forráðamönnum Philadelphia. Casey hafði verið aðstoðarþjálfari Seattle í 11 ár áður en hann fékk séns sem aðalþjálfari hjá Minnesota Timberwolves. En tími hans þar var skammur þar sem að Kevin Mchale rak hann tímabilið 2007 til 2008. Casey var svo í ár partur að teymi Dallas Mavericks. Thibodeau hefur verið í 19 ár sem aðstoðarþjálfari þar á meðal um tíma hjá Sixers. Síðastliðin tvö tímabil hefur hann verið hægri hönd Doc Rivers hjá Boston. Thibodeau er álitinn mikill varnar sérfræðingur og var hann í þjálfarateymi New York árið 2000-2001 þar sem að liðið hélt andstæðingi sínum undir 100 stigum í 33 leikjum í röð. Starfið hjá Sixers varð laust í síðustu viku þegar að Tony DiLeo sagði starfi sínu lausu og mun þyggja skrifstofustarf innan félagsins.