spot_img
HomeFréttirÞægilegt hjá Keflavík í Grafarvogi

Þægilegt hjá Keflavík í Grafarvogi

 
Í gær kom Keflavík í heimsókn á heimavöll Fjölnis og tókust þar á tvö frábær lið. Fjölnisstúlkur byrjuðu leikinn á 3 stiga skoti sem Tasha Harris setti niður og náðu að halda Keflavík niðri fyrstu mínútur leiksins en svo spýttu Keflavíkurstúlkur í lófana og unnu upp 20 stiga mun sem Fjölnir náði ekki að vinna aftur niður og var sá munur allann leikinn.
Fjölnir var komin í villuvandræði á sínum aðalleikmönnum fljótt í leiknum og gerði það þeim illt fyrir, Pálína og Birna hjá Keflavík voru báðar með 3 villur hvor nokkuð fljótt einnig,
 
Fjölnir gafst aldrei upp og gerðu þeim á tíma erfitt fyrir en það dugði til ekki gegns sterku liði Keflavíkur sem fór heim með sigur og eru komnar áfram í næstu umferð.
 
 
Heildarskor:
 
Fjölnir: Natasha Harris 26/5 fráköst/5 stoðsendingar, Inga Buzoka 17/20 fráköst, Birna Eiríksdóttir 6/5 fráköst, Erna María Sveinsdóttir 4, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 1, Margrét Loftsdóttir 0, Eva María Emilsdóttir 0, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0.
 
Keflavík: Jacquline Adamshick 28/20 fráköst/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 17/8 fráköst/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 13/5 stolnir, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2/9 fráköst, Árný Sif Gestsdóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 2, Marín Rós Karlsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
 
Dómarar: Georg Andersen, Davíð Tómas Tómasson
 
Myndir og umfjöllun: Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -