Tekur við meistaraflokki ÍR

Andri Þór Kristinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR.

Andri býr yfir mikilli reynslu og hefur þjálfað víða m.a. lið Hamars, Breiðablik, og Hauka í efstu deild kvenna, en ÍR mun á komandi tímabili leika í fyrstu deildinni.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Andra til starfa til okkar og hjálpa okkur í þessari skemmtilegu uppbyggingu sem er að eiga stað í Breiðholtinu, það er ekki spurning að reynsla hans mun hjálpa félaginu, bæði við að efla innviðina í félaginu og að hjálpa okkur að taka næsta skref í baráttunni á næsta tímabili“ sagði formaður félagsins er samningar við Andra voru undirritaðir.