Skráning í fullum gangi á Alvotech mótið – Fer fram helgina 14. til 15. október

Skráning er í fullum gangi á Alvotech mótið sem haldið verður 14. og 15. október nk. á Meistaravöllum.

  • Fyrir körfuboltakrakka 9 ára (2014) og yngri
  • Hvert lið leikur 4 leiki
  • 1×12 mín hver leikur
  • Gjöf og liðsmyndataka að móti loknu
  • Þátttökugjald er 3.500 kr. á hvern leikmann

Skráning fer fram hér

Skráningarfrestur er til miðnættis 6. október nk. 

Lagt er inn á reiknings barna- og unglingaráðs KR fyrir 13. október og beinir félagið þeim tilmælum að leggja skuli inn fyrir öll lið í einu.

Kennitala 510987-1449

Reikningsnúmer: 0137-26-010220

Ef lið utan að landi vantar gistingu þá er mælt við að félög setji sig í samband við KR.