spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSvissneskur landsliðsmaður til Ármanns

Svissneskur landsliðsmaður til Ármanns

Ármenningar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í 1. deild karla. Á dögunum tilkynnti liðið að Guðjón Hlynur, Egill Jón og Ingimundur Orri hefðu samið við liðið auk þess að liðið kynnti bandarískan leikmann, DeVaughn Jenkins.

Í dag var svo tilkynnt að liðið hefði samið við svissneskan landsliðsmann að nafni Laurent Zoccoletti. Mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð og mun að öllum styrkja liðið mikið.

Tilkynningu Ármanns má finna hér að neðan:

Á dögunum náði félagið samningum við svissneska landsliðsmanninn Laurent Zoccoletti um að leika með félaginu á komandi leiktíð. 

Laurent er 23. ára miðherji frá Sviss. Hann hefur leikið svissneksu úrvalsdeildinni síðustu ár við góðan orðstýr. Á síðustu leiktíð lék hann með stórliði í Sviss SAM Massagno þar sem hann lék með liðinu í lokaúrslitum úrvalsdeildinnar og skilaði 5 stigum og 4 fráköstum á 15 mínútum með liðinu. Einnig varð Laurent svissneskur bikarmeistari á síðustu leiktíð.

Zoccoletti er 203 cm á hæð og styrkir okkur því verulega undir körfunni. Leikmaðurinn hefur leikið þrjá landsleiki með A landsliði Sviss og var valinn nýlega í hópinn. Auk þess hefur hann leikið með yngri landsliðum Sviss.

Við erum gríðarlega stolt af því að Laurent hafi ákveðið að semja við lið Ármanns en hann var eftirsóttur um evrópu. Það er ljóst að hann styrkir liðið gríðarlega og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur. 

Hér má sjá myndband af helstu tilþrifum hans á síðustu leiktíð: 

Fréttir
- Auglýsing -