Styrmir Snær stigahæstur gegn Leuven Bears

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons máttu þola tap fyrir Leuven Bears í hollensk/belgísku BNXT deildinni, 71-83.

Á 32 mínútum spiluðum skilaði Styrmir Snær 19 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu, en hann var stigahæstur í liði Mons í leiknum.

Mons hefur farið heldur illa af stað í deildarkeppni BNXT, en eftir þrjár fyrstu umferðirnar leita þeir enn að sínum fyrsta sigri.

Tölfræði leiks