spot_img
HomeFréttirFyrsta skrefið í sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur?

Fyrsta skrefið í sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur?

Raddir í Reykjanesbæ verða ætíð háværari sem mæla með því að sameina risana tvö í körfuboltanum Njarðvík og Keflavík. Klúbbarnir tveir myndu þá sameinast undir einu merki með einum eða öðrum hætti og þá líkast til í öllum greinum. Að megninu til hafa þessar raddir verið á kaffistofum og í grillveislum hjá mönnum sem ýmist tengjast klúbbnum sterkum böndum eða jafnvel pólitíkusum bæjarins.

“Gamla rómantíkin er búin”

Gunnar Örlygsson fyrrum leikmaður og formaður kkd. UMFN, hefur ekki verið þekktur fyrir annað en að láta verkin tala. Gunnar hlóð í pistil sem gæti vegið ansi þungt í þessari umræðu eða í það minnsta komið einhverju af stað. Margir málsmetandi menn og jafnvel þungavigtamenn innan bæjarins hafa lagt orð í belg og svarað þeirri spurningu Gunnars um að mögulega sé komið að sameiningu félagana tveggja. Systkin Gunnars, þau Teitur og Kristín hafa bæði verið nokkuð þétt tengd við körfuknattleikinn í Njarðvík og tóku undir þessa tillögu bróður síns. Teitur t.a.m. sagði í sínu svari að “gamla rómantíkin væri búin” og þar vísaði hann til erkifjenda ára sem voru hér á milli liðana í lok 9. og út 10. áratuginn.

Friðjón Einarsson fyrrum forseti bæjarstjórnar Reykjanesbær leggur sín “tvö cent” í þessa umræðu og telur að sameining liðana yrði framfaraskref fyrir iðkendur og íþróttir í Reykjanesbæ.

“Hvað verður um sálina?”

Auðvitað eru svo þeir sem vilja ekki sjá það að sameina klúbbana og fyrrum bæjarstjóri Njarðvíkur, Kristján Pálsson sagðist aldrei hafa heyrt Hafnfirðinga tala um að sameina FH og Hauka. Ennfremur bætti Kristján við og spurði “Hvað verður þá um sálina?”

Hvað svo sem verður á eftir að koma í ljós en augljóst er að fyrsta skrefið hefur verið tekið með þessum pistli frá Gunnari og eins og fyrr segir hafa þungavigtamenn tekið undir þessi sjónarmið að sameina og jafnvel boðið fram krafta sína í starfið.

Karfan.is hefur nú þegar innt formenn kkd. Keflavíkur og Njarðvíkur, þá Magnús Sverri Þorsteinsson og Halldór Karlsson eftir þeirra viðbrögðum við þessum hguleiðingum Gunnars og vonumst við til að fá þau innan skamms.

Fréttir
- Auglýsing -